Konan á bak við Watercolor by Ruth er ég, Ruth Ansnes Ingólfsdóttir. Ég er menntaður kennari og hársnyrtimeistari en áhugamálin snúa hvað helst að öllu því sem við kemur list og sköpun. Frá því að ég var barn og fram á fullorðins ár hef ég sótt fjölda námskeiða í Myndlistaskóla. Sú reynsla hefur án efa gefið mér góðan grunn og nýst mér vel í því sem ég er að gera í dag, hvort sem er í vinnu eða við að hanna vörur fyrir Watercolor by Ruth.
Þetta byrjaði sem lítið ævintýri í covid og hefur þetta ævintýri stækkað með hverju ári. Nú má finna vörurnar mínar í verslunum víðs vegar um landið. Innblástur fyrir myndirnar fæ ég úr náttúrunni og í gegnum dætur mínar. Ég er mikil blómakona og má sjá þau áberandi í verkum mínum. Markmið mitt er að sú hugarró og slökunin sem ég fæ út úr því að mála endurspeglist í verkum mínum. Takk fyrir að velja Watercolor by Ruth. Ykkar, Ruth |